GEYSIR CENTER | Tjaldsvæði

Tjaldsvæði

Á tjaldsvæðinu geta náttúruelskendur og þeir ævintýragjörnu sem vilja vera frjálsir eins og fuglinn haft möguleika á að tjalda við jaðar hverasvæðisins með Geysi og Strokk í nokkurra metra fjarlægð. Látið hverinn vekja sig á morgnana eða svæfa sig á kvöldin. Tjaldsvæðið er í göngufæri við hverasvæðið, Haukadalsskóg, Hótel Geysi og veitingahúsið/ísbúðina á Geysir Glímu.
Í þjónustuhúsinu er aðstaða fyrir gæslu, sturtur, góð salernisaðstaða, salerni fyrir fatlaða og þvottaaðstaða. Leiktæki eru fyrir börnin meðal annars aparóla og fótboltamörk. Rafmagn er á svæðinu.
Fjölbreytt afþreying er í boði á Geysissvæðinu.
Tjaldsvæðinu er skipt upp þannig að hluti þess sem liggur að hverasvæðinu er eingöngu fyrir tjöld.
Húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar og aðrir vagnar tjalda á sérsvæði þar sem einnig er boðið upp á rafmagn. 
Njótið sumarsins og fallegrar náttúru Íslands

Opið milli 15.05 - 15.09.2024

Verð 2024

Fullorðnir: 2.500 kr.
Börn (8 – 15): 500 kr.
Börn (0-7 ára): Frítt 
Rafmagn: 1000,- kr.  fyrir 24 klst
Sturta: 500 kr.
Gistináttagjald: 333 kr. (ekki innifalið í verði)
Sturturnar eru opnar 17:00 – 21:30
Þvottavél, WC og leikvöllur eru alltaf opnir