Hverinn Smiður var grafinn upp af trésmið sem var að vinna á svæðinu vegna konungskomunnar og er nafn hversins þannig til komið. Friðrik VII Danakonungur kemur til Íslands og heimsækir svæðið með mikilli reisn. 1914 – Geysir er alveg hættur að gjósa 1922 – Kristján X Danakóngur kemur til Íslands og heimsækir Geysi 1930 – Þorkell Þorkelsson er við rannsóknir við Geysi, rannsakar svæðið og gerir ágætt kort af því 1934 Óþerrishola gýs og Strokkur er óvirkur, en þó sagður hafa gosið þetta ár 1935- Prófessor Trausti Einarsson og Jón frá Laug grafa út raufina í Geysi Heildarrennsli af svæðinu er talið vera 20 l/s. Sigurður Jónasson kaupir Geysissvæðið og selur aftur til íslenska ríkisins 1937- Norðmaðurinn Tom F. Barth á Íslandi. Geysir gaus þá 4-5 sinnum á sólarhring, 60 m háum gosum 1944 – Geysir gýs lítið, rennsli 4,7 l/s.
Strokkur er óvirku og 0,6 m eru niður að vatnsborði 1953 – Geysisnefnd sett á stofn, hún setur umgengisreglur um svæðið og lætur girða það af svo búpeningur valsi ekki um hverasvæðið 1954-
Geysir aftur hættur öllum gosum, nema sápa sé sett í hann 1963 – Strokkur er hreinsaður með bor niður á 40 m dýpi og hefur gosið á 8-10 mínútna fresti síðan 1981 – Raufin í skál Geysis var endurgrafin og gos byrjar. Þetta var gert vegna kvikmyndatöku á svæðinu.