GEYSIR CENTER | Geysir verslun

Geysir verslun

Ein glæsilegasta fata- og útivistarbúð landsins með þjóðlegu ívafi þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Geysir er tískuvörumerki sem býður upp á mikið úrval af hágæða fatnaði og fylgihlutum fyrir karlmenn, konur og börn. Einstök blanda af nútímalegri hönnun í bland við hefðir en Geysir sækir innblástur til borgarlífsins í bland við sögu Íslands í prjónafatnaði og iðn.

Geysir hannar hversdagsfatnað með persónuleika, fatnað sem segir sögu í hverjum þræði úr hágæða efnum. Vöruúrvalið í Geysi er mikið en þar má meðal annars finna Feld, Barbour, Hunter og Kormák og Skjöld. Verslunin á Geysi Haukadal er opin alla daga ársins, allt árið um kring.

The Geysir Store itself was designed and built in the spirit of sustainability. Verslunin var hönnuð og byggð með sjálfbærni að leiðarljósi. Innanhúsmunir eru gerðir úr endurunnum hráefnum, ýmis verkfæri og viðarbútar safnað úr gömlum yfirgefnum sveitabæjum. Umhverfið er heillandi og afslappað, sem gerir upplifunina af versluninni eftirminnilega. Hér má finna fjölmörg íslensk vörumerki.