NATURE | Hverasvæðið

Hverasvæðið

Elstu sagnir um Geysissvæðið eru frá árinu 1294 þegar miklir jarðskjálftar gengu yfir Suðurland og miklar breytingar urðu á hverasvæðinu í Haukadal. Sagt var að þá hefðu “hverir miklir” komið upp, sem talið er að bendi til þess að þeir hafi farið að gjósa.

Næstu aldirnar eykst frægð svæðisins og þá einkum Geysis sjálfs sem var mikið undur, enda eru goshverir ekki þekktir í Evrópu utan Íslands. Næstu aldirnar jókst virkni hverasvæðisins í jarðskjálftum og einkum hinna stóru Suðurlandsskjálfta, sem koma á um 100 ára fresti.

Jarðhitasvæðið sem kennt er við Geysi er háhitasvæði, en slík svæði eru tengd virkri eldvirkni innan eldgosabeltanna. Reyndar er Geysissvæðið eitt hið minnsta á landinu og þekur aðeins um 3 km2 á yfirborði. Það er á jaðri vestara gosbeltisins og ekki hefur gosið innan svæðisins síðustu 10.000 árin, ólíkt því sem er á flestum öðrum slíkum svæðum. Með rannsóknum á efnafræði hveravatnsins hefur verið reiknað út að hiti í jarðhitakerfinu á yfir 1 km dýpi, er um 240°C.

Hverirnir við Geysi eru af ýmsum gerðum. Geysir og hverirnir vestan hans og sunnan eru vatnshverir, þ.e. frá þeim rennur heitt vatn komið af miklu dýpi. 
Hitastigið er allt að 100°C og því sjóða sumir hverirnir – ef suða verður neðan yfirborðs gjósa þeir. Frá hverum norðan við Geysi rennur ekki vatn, heldur kemur aðeins upp gufa og nefnast slíkir hverir gufuhverir. Við gufuaugun má sums staðar sjá litlar gular skellur sem eru brennisteinn. Syðst á svæðinu eru svonefndir Þykkvuhverir, sem eru leirhverir. Leirhverir eru raunar gufuhverir þar sem gufa er að sjóða gegnum yfirborðsvatn eða grunnvatn og geta þeir breyst í gufuhveri í þurrkatíð. Leirhverir eru oft um 70-80°C heitir, en geta verið ansi varasamir því holrúm geta myndast kringum þá. Goshverir eru einn flokkurinn enn, en slíkir hverir eru mjög sjaldgæfir og finnast t.d. ekki í Evrópu utan Íslands. Það er ástæðan fyrir því að öldum saman voru gjósandi hverir aðeins þekktir á Íslandi og komu ferðamenn víða að til þess eins að skoða þá.  

Goshverir gjósa vegna þess að vatnið sem rennur upp úr jörðinni nær suðumarki áður en það kemst til yfirborðs. Suðan verður til þess að vatnið breytist í gufu, sem þenst snöggt út og þeytir vatninu sem er ofar í rásinni langt í loft upp. Á um 23 m dýpi í Geysi er vatnið 120°C heitt. Það er þar í jafnvægi, því vatnið sem ofar er heldur suðunni niðri. Á um 16 m dýpi nær vatnið stundum að fara yfir suðumark og það sést sem ólga á yfirborði hversins. Ólgan getur vaxið svo mikið að vatnssúlan í efri hluta gosrásarinnar lyftist upp og þá verður eins konar keðjuverkun neðar í pípunni, við þrýstiléttinn sýður vatnið neðar og neðar og þeytir vatninu sem er efst í pípunni hátt í loft upp. Þegar vatninu efst í pípunni hefur verið þeytt í burt breytist gosið úr vatnsgosi í gufugos með viðeigandi hávaða og blæstri. Vatnsgosið stendur fáeinar mínútur en gufugosið allt að 10 mínútur eða lengur og deyr smám saman út. Þá hefur vatn soðið langt niður í bergið og tekur um 8-10 klst að fylla hverinn á ný. 

Í jarðskjálftunum 17. og 21. júní 2000 byrjaði Geysir aftur að gjósa. Hann hefur gosið nær daglega og stundum oft á dag, en hefur þó ekki náð fullri reisn. Gosin eru þannig að ólga byrjar í hvernum og hann byrjar stuttu síðar að skvetta vatni upp í 8-10 m hæð, en nær ekki að losa sig við nægilegt vatn til að suða nái niður gospípuna. Gosin enda því ekki í gufugosi heldur dettur suðan niður, aðallega vegna þess að vatnið sem þeytist upp í loftið kólnar og dettur aftur niður í hverinn og kælir vatnið sem þar er. Strokkur gýs á um 8 mínútna fresti og hefur haldið uppi frægð svæðisins frá árinu 1963, en þá var gospípa hans hreinsuð. Strokkur myndaðist í jarðskjálfta árið 1789 og var virkur fram til 1896 þegar aftur komu jarðskjálftar sem lokuðu fyrir vatnsrásir til hans. Áður en hverinn var hreinsaður voru um 2 m niður á vatnsborðið í pípunni. 

Aðrir goshverir eru Sóði, Smiður, Fata, Óþerrishola, Litili Geysir og Litli Strokkur. Þessir hverir gjósa ef sápa er sett í þá, en annars gjósa þeir yfirleitt ekki. Í jarðskjálftunum 17. og 21. júní 2000 varð mikil breyting á hverasvæðinu við Geysi. 

Þá fóru hverirnir Konungshver og Blesi að sjóða hressilega og náði suðan í Konungshver 0,5-1 m hæð og má því segja að hann hafi gosið. Óþerrishola og Fata fóru líka að gjósa og var ekki óvenjulegt að Fata gysi einu sinni á dag út árið 2000, en Óþerrishola nokkru sjaldnar. Aðrar breytingar á svæðinu voru að nokkrir nýir hverir komu upp og vatnsmagn í hverunum jókst. Greinilegastar breytingar urðu við Geysi sjálfan, en vatnsrennsli úr honum jókst úr 1.8 l/s (lítra á sekúndu) í um 3 l/s. Gosin í Geysi voru fyrr á öldum mikil undur og voru margar tilgátur um hvers vegna þau urðu. Fyrri hugmyndir voru að neðanjarðar væru stórar hvelfingar þar sem gufa safnaðist fyrir og gos urðu þegar hún slapp út. Þýskur efnafræðingur, Robert Bunsen að nafni, kom til Íslands árið 1846 og rannsakaði hverina. Hann var manna fyrstur til að átta sig á því að gosin urðu vegna þess að vatnið í gosrásinni yfirhitnaði og við það varð sprengisuða.

Eitt af því sem gerir Geysisvæðið fallegt eru hveraútfellingarnar sem eru á svæðinu. Þær stafa af því að þegar hveravatnið rennur í rásum langt niðri í jörðinni leysir vatnið upp ýmis efni úr berginu sem það rennur um. Mest er magnið af kísli (SiO2) sem fellur út úr vatninu þegar það kólnar og myndar hverahrúður. Í gömlum fjöllum má sjá þessar fornu hverarásir sem hvítar æðar sem fléttast um bergið. Hverahrúðrið er viðkvæmt og þótt það myndist aftur þá er full ástæða til að ganga vel og snyrtilega um svæðið og láta hverahrúðrið í friði. 

Dr. Helgi Torfason, jarðfræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands.

Þá fóru hverirnir Konungshver og Blesi að sjóða hressilega og náði suðan í Konungshver 0,5-1 m hæð og má því segja að hann hafi gosið. Óþerrishola og Fata fóru líka að gjósa og var ekki óvenjulegt að Fata gysi einu sinni á dag út árið 2000, en Óþerrishola nokkru sjaldnar. Aðrar breytingar á svæðinu voru að nokkrir nýir hverir komu upp og vatnsmagn í hverunum jókst. Greinilegastar breytingar urðu við Geysi sjálfan, en vatnsrennsli úr honum jókst úr 1.8 l/s (lítra á sekúndu) í um 3 l/s. Gosin í Geysi voru fyrr á öldum mikil undur og voru margar tilgátur um hvers vegna þau urðu. Fyrri hugmyndir voru að neðanjarðar væru stórar hvelfingar þar sem gufa safnaðist fyrir og gos urðu þegar hún slapp út. Þýskur efnafræðingur, Robert Bunsen að nafni, kom til Íslands árið 1846 og rannsakaði hverina. Hann var manna fyrstur til að átta sig á því að gosin urðu vegna þess að vatnið í gosrásinni yfirhitnaði og við það varð sprengisuða.

Hversu margir lítrar í hveragosi

Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myndast iðustraumar efst í hvernum. Hiti hækkar þó stöðugt niður rás hversins og er um 112°C á 10 m dýpi og við botn á 23 m dýpi er hitastig vatnsins um 130°C. Innrennsli er í botn hversins og streymir vatnið upp hann, köld æð kemur inn á um 13 m dýpi og kólnar vatnið þar um 10°C.  Suða er ofarlega í hvernum sem má sjá rétt fyrir gos þegar stór loftbóla myndast við yfirborð og síðan má stundum sjá vatnsgos fara upp í gegnum þessa loftbólu. Gosið verður þegar vatn rétt neðan við loftbóluna hvellsýður við sífellt innstreymi heitara vatns rétt við suðumark og þrýstilétti. Ef suða myndaðist neðar í pípunni yrði gosið kraftmeira og það myndi breytast í gufugos eins og gerist í Geysi. Það gerist ekki í Strokki heldur fyllist hann fljótt á ný, Geysir getur hins vegar verið um 12 tíma að fyllast af vatni eftir gos (sem er þó breytilegt). Meðalrennsli í Strokki er, eins og annað á svæðinu, ansi breytilegt en var til dæmis um 2 l/s (lítrar á sekúndu) fyrir jarðskjálftana 17. júní árið 2000 en jókst þá í um 2,6 l/s. Rennsli frá goshverum er erfitt að mæla þar sem talsvert af vatni tapast sem gufa auk þess vatns sem fellur í kring um hverinn og hverfur í jörð. Það vatnsmagn sem kemur upp í gosum er einnig mismikið, fer eftir veðri og sennilega stöðu grunnvatns sem er breytilegt eftir árstímum.  Mæling á vatnsmagni í tveimur gosum frá Strokki 8. júní árið 2000 var um 270 lítrar (það er meðaltal tveggja gosa) en auk þess tapast eitthvað í gufu. Heildarvatnsmagnið var sennilega 300-350 lítrar. Þann 3. júlí sama ár mældist vatnsmagn í gosi um 425 l (meðaltal af tveimur gosum), en sennilega var heildarvatnsmagn í gosi milli 450-500 l (hálfur rúmmetri), þegar gufa og það sem sígur í jörð er tekið með. Þessar tölur gefa stærðargráðu þess vatns sem kemur upp í gosum, en gosin eru mishá, mislöng og koma misþétt þannig að erfitt getur verið að gefa upp nákvæma tölu.

Saga hverasvæðisins

Elstu sagnir um Geysissvæðið eru frá árinu 1294 þegar miklir jarðskjálftar gengu yfir Suðurland og miklar breytingar urðu á hverasvæðinu í Haukadal. Sagt var að þá hefðu „hverir miklir“ komið upp, sem talið er að bendi til þess að þeir hafi farið að gjósa. Næstu aldirnar eykst frægð svæðisins og þá einkum Geysis sjálfs sem var mikið undur, enda eru goshverir ekki þekktir í Evrópu utan Íslands. Næstu aldirnar jókst virkni hverasvæðisins í jarðskjálftum og einkum hinna stóru Suðurlandsskjálfta, sem koma á um 100 ára fresti.  Jarðhitasvæðið sem kennt er við Geysi er háhitasvæði, en slík svæði eru tengd virkri eldvirkni innan eldgosabeltanna. Reyndar er Geysissvæðið eitt hið minnsta á landinu og þekur aðeins um 3 km2 á yfirborði. Það er á jaðri vestara gosbeltisins og ekki hefur gosið innan svæðisins síðustu 10.000 árin, ólíkt því sem er á flestum öðrum slíkum svæðum. Með rannsóknum á efnafræði hveravatnsins hefur verið reiknað út að hiti í jarðhitakerfinu á yfir 1 km dýpi, er um 240°C.  Hverirnir við Geysi eru af ýmsum gerðum. Geysir og hverirnir vestan hans og sunnan eru vatnshverir, þ.e. frá þeim rennur heitt vatn komið af miklu dýpi.  Hitastigið er allt að 100°C og því sjóða sumir hverirnir – ef suða verður neðan yfirborðs gjósa þeir. Frá hverum norðan við Geysi rennur ekki vatn, heldur kemur aðeins upp gufa og nefnast slíkir hverir gufuhverir. Við gufuaugun má sums staðar sjá litlar gular skellur sem eru brennisteinn. Syðst á svæðinu eru svonefndir Þykkvuhverir, sem eru leirhverir. Leirhverir eru raunar gufuhverir þar sem gufa er að sjóða gegnum yfirborðsvatn eða grunnvatn og geta þeir breyst í gufuhveri í þurrkatíð. Leirhverir eru oft um 70-80°C heitir, en geta verið ansi varasamir því holrúm geta myndast kringum þá. Goshverir eru einn flokkurinn enn, en slíkir hverir eru mjög sjaldgæfir og finnast t.d. ekki í Evrópu utan Íslands. Það er ástæðan fyrir því að öldum saman voru gjósandi hverir aðeins þekktir á Íslandi og komu ferðamenn víða að til þess eins að skoða þá.  Goshverir gjósa vegna þess að vatnið sem rennur upp úr jörðinni nær suðumarki áður en það kemst til yfirborðs. Suðan verður til þess að vatnið breytist í gufu, sem þenst snöggt út og þeytir vatninu sem er ofar í rásinni langt í loft upp. Á um 23 m dýpi í Geysi er vatnið 120°C heitt. Það er þar í jafnvægi, því vatnið sem ofar er heldur suðunni niðri. Á um 16 m dýpi nær vatnið stundum að fara yfir suðumark og það sést sem ólga á yfirborði hversins. Ólgan getur vaxið svo mikið að vatnssúlan í efri hluta gosrásarinnar lyftist upp og þá verður eins konar keðjuverkun neðar í pípunni, við þrýstiléttinn sýður vatnið neðar og neðar og þeytir vatninu sem er efst í pípunni hátt í loft upp. Þegar vatninu efst í pípunni hefur verið þeytt í burt breytist gosið úr vatnsgosi í gufugos með viðeigandi hávaða og blæstri. Vatnsgosið stendur fáeinar mínútur en gufugosið allt að 10 mínútur eða lengur og deyr smám saman út. Þá hefur vatn soðið langt niður í bergið og tekur um 8-10 klst að fylla hverinn á ný.  Í jarðskjálftunum 17. og 21. júní 2000 byrjaði Geysir aftur að gjósa. Hann hefur gosið nær daglega og stundum oft á dag, en hefur þó ekki náð fullri reisn. Gosin eru þannig að ólga byrjar í hvernum og hann byrjar stuttu síðar að skvetta vatni upp í 8-10 m hæð, en nær ekki að losa sig við nægilegt vatn til að suða nái niður gospípuna. Gosin enda því ekki í gufugosi heldur dettur suðan niður, aðallega vegna þess að vatnið sem þeytist upp í loftið kólnar og dettur aftur niður í hverinn og kælir vatnið sem þar er. Strokkur gýs á um 8 mínútna fresti og hefur haldið uppi frægð svæðisins frá árinu 1963, en þá var gospípa hans hreinsuð. Strokkur myndaðist í jarðskjálfta árið 1789 og var virkur fram til 1896 þegar aftur komu jarðskjálftar sem lokuðu fyrir vatnsrásir til hans. Áður en hverinn var hreinsaður voru um 2 m niður á vatnsborðið í pípunni.  Aðrir goshverir eru Sóði, Smiður, Fata, Óþerrishola, Litili Geysir og Litli Strokkur. Þessir hverir gjósa ef sápa er sett í þá, en annars gjósa þeir yfirleitt ekki. Í jarðskjálftunum 17. og 21. júní 2000 varð mikil breyting á hverasvæðinu við Geysi.  Þá fóru hverirnir Konungshver og Blesi að sjóða hressilega og náði suðan í Konungshver 0,5-1 m hæð og má því segja að hann hafi gosið. Óþerrishola og Fata fóru líka að gjósa og var ekki óvenjulegt að Fata gysi einu sinni á dag út árið 2000, en Óþerrishola nokkru sjaldnar. Aðrar breytingar á svæðinu voru að nokkrir nýir hverir komu upp og vatnsmagn í hverunum jókst. Greinilegastar breytingar urðu við Geysi sjálfan, en vatnsrennsli úr honum jókst úr 1.8 l/s (lítra á sekúndu) í um 3 l/s. Gosin í Geysi voru fyrr á öldum mikil undur og voru margar tilgátur um hvers vegna þau urðu. Fyrri hugmyndir voru að neðanjarðar væru stórar hvelfingar þar sem gufa safnaðist fyrir og gos urðu þegar hún slapp út. Þýskur efnafræðingur, Robert Bunsen að nafni, kom til Íslands árið 1846 og rannsakaði hverina. Hann var manna fyrstur til að átta sig á því að gosin urðu vegna þess að vatnið í gosrásinni yfirhitnaði og við það varð sprengisuða.  Eitt af því sem gerir Geysisvæðið fallegt eru hveraútfellingarnar sem eru á svæðinu. Þær stafa af því að þegar hveravatnið rennur í rásum langt niðri í jörðinni leysir vatnið upp ýmis efni úr berginu sem það rennur um. Mest er magnið af kísli (SiO2) sem fellur út úr vatninu þegar það kólnar og myndar hverahrúður. Í gömlum fjöllum má sjá þessar fornu hverarásir sem hvítar æðar sem fléttast um bergið. Hverahrúðrið er viðkvæmt og þótt það myndist aftur þá er full ástæða til að ganga vel og snyrtilega um svæðið og láta hverahrúðrið í friði.  Dr. Helgi Torfason,  jarðfræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands.      

Þróun hverasvæðisins

Geysir er án efa langþekktasti goshver heims enda er nafn hans notað sem heiti á hverum á ensku. Til eru heimildir um Geysi allt frá 13. öld en gosvirkni hans hefur verið mismunandi í gegnum tíðina og breytist gjarnan við jarðskjálfta. Þegar Geysir var virkastur voru gosin allt að 60-80 m há. Á Geysissvæðinu er fjöldi mismunandi hvera, sá vinsælasti er Strokkur sem gýs á 5-10 mínútna fresti árið um kring allt að 30 metra háum strókum af vatni og gufu. Einnig eru þar hverirnir Sóði, Smiður, Fata, Óþerrishola, Litli Geysir, Litli Strokkur, Konungshver og Blesi sem er fallega blár. Haukadalur er skemmtilegt útivistarsvæði allt árið um kring. 1905- Geysir gýs tvisvar á sólarhring 1907 – Strokkur vaknar upp og sofnar smám saman aftur. Hverinn Smiður var grafinn upp af trésmið sem var að vinna á svæðinu vegna konungskomunnar og er nafn hversins þannig til komið. Friðrik VII Danakonungur kemur til Íslands og heimsækir svæðið með mikilli reisn. 1914 – Geysir er alveg hættur að gjósa 1922 – Kristján X Danakóngur kemur til Íslands og heimsækir Geysi 1930 – Þorkell Þorkelsson er við rannsóknir við Geysi, rannsakar svæðið og gerir ágætt kort af því 1934 – Óþerrishola gýs og Strokkur er óvirkur, en þó sagður hafa gosið þetta ár 1935- Prófessor Trausti Einarsson og Jón frá Laug grafa út raufina í Geysi Heildarrennsli af svæðinu er talið vera 20 l/s. Sigurður Jónasson kaupir Geysissvæðið og selur aftur til íslenska ríkisins 1937- Norðmaðurinn Tom F. Barth á Íslandi. Geysir gaus þá 4-5 sinnum á sólarhring, 60 m háum gosum 1944 – Geysir gýs lítið, rennsli 4,7 l/s. Strokkur er óvirku og 0,6 m eru niður að vatnsborði 1953 – Geysisnefnd sett á stofn, hún setur umgengisreglur um svæðið og lætur girða það af svo búpeningur valsi ekki um hverasvæðið 1954- Geysir aftur hættur öllum gosum, nema sápa sé sett í hann 1963 – Strokkur er hreinsaður með bor niður á 40 m dýpi og hefur gosið á 8-10 mínútna fresti síðan 1981 – Raufin í skál Geysis var endurgrafin og gos byrjar. Þetta var gert vegna kvikmyndatöku á svæðinu. Geysir gýs þó ekki nema 40-50 kg. af sápu séu sett í hann  2000 – Geysisstofa opnuð 3. júní og sápugos framkallað í Geysi 8. júní. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní urðu jarðskjálftar á Suðurlandi og aftur 21. júní (M 6,5) Við skjálftana vaknaði Geysir og gaus 2-4 sinnum á dag út allt ári en yfirleitt ekki hærra en 10-15 m. Hverasvæðið varð allt heitara og rennsli jókst úr hverum um helming Nöfn hveranna Fata, goshver sem lítið gýs í dag Haihver er rétt ofan girðingar Seyðirinn, gýs ef sápa er sett í hann Stjarna, goshver sem var virkur stuttan tíma eftir jarðskjálftana 1896 Blesi, blesan er haftið milli heitra (tæra) og volga (bláa) hlutans Strokkur er líkur smjörstrokki í laginu

Strokkur gaus óvenjulega hátt 2. apríl 2012 eða um 30 metra. Þetta var mjög tignarlegt og frábært gos og það er ljóst að hverinn er að vakna verulega til lífsins nú þegar vorið er að koma til okkar. 

Gosin í Strokki eru yfirleitt 15-20 metrar og gýs hann að meðaltali á 7-10 mínútna fresti allan sólarhringinn.

Sjá fréttir hér:

www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/02/30_metra_strokur_ur_strokki/

http://www.dfs.is/frettir/1537-30-metra-gos-hja-strokki-vorfieringur-a-g…