GEYSIR CENTER | Tjaldsvæði
Tjaldsvæði
Á tjaldsvæðinu geta náttúruelskendur og þeir ævintýragjörnu sem vilja vera frjálsir eins og fuglinn haft möguleika á að tjalda við jaðar hverasvæðisins með Geysi og Strokk í nokkurra metra fjarlægð. Látið hverinn vekja sig á morgnana eða svæfa sig á kvöldin. Tjaldsvæðið er í göngufæri við hverasvæðið, Haukadalsskóg, Hótel Geysi og veitingahúsið/ísbúðina á Geysir Glímu.
Í þjónustuhúsinu er aðstaða fyrir gæslu, sturtur, góð salernisaðstaða, salerni fyrir fatlaða og þvottaaðstaða. Leiktæki eru fyrir börnin meðal annars aparóla og fótboltamörk. Rafmagn er á svæðinu.
Fjölbreytt afþreying er í boði á Geysissvæðinu.
Tjaldsvæðinu er skipt upp þannig að hluti þess sem liggur að hverasvæðinu er eingöngu fyrir tjöld.
Húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar og aðrir vagnar tjalda á sérsvæði þar sem einnig er boðið upp á rafmagn.
Njótið sumarsins og fallegrar náttúru Íslands


Opið milli 15.05 - 15.09.2024
Opnunartími frá 19-29 september 2024 er
08:00-11:00 alla daga.