Hótel Geysir | Okkar saga

Okkar saga

Bóndasonur frá Haukadal, Sigurður Greipsson, stofnaði íþróttaskóla á föðurleifð sinni sem hann rak ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Bjarnadóttur samfellt í fjörutíu og þrjú ár. Sonur Sigurðar, Már Sigurðsson tók við rekstrinum á Geysissvæðinu ásamt eiginkonu sinni Sigríði Vilhjálmsdóttur. Már var einnig íþróttakennari eins og föður sinn en hóf uppbyggingu á ferðaþjónustu við Geysi í Haukadal árið 1972 og helgaði sig uppbyggingunni við fjölskyldufyrirtækið Hótel Geysi frá árinu 1993 og var mikill frumkvöðull á sviði ferðaþjónustu. Már hlaut riddarakrossinn árið 2005 fyrir frumkvæði í uppbyggingu ferðaþjónustu. Már lést árið 2017 og mun hann alltaf lifa í hjörtum okkar. Kennileiti Íslands, hinn stórkostlegi Geysir, gaf hótelinu nafn sitt og er Geysir staðsettur rétt við hótelið. Haukadalur er einn frægasti sögustaður Íslands, bæði að fornu og í dag. Bóndasonur Haukadals, Sigurður Greipsson, stofnaði íþróttaskóla í föðurarfi sínum í Haukadal, sem hann rak með konu sinni Sigrúnu Bjarnadóttur um fjörutíu og þrjú ár. Í dag er Hótel Geysir rekið af Sigríði Vilhjálmsdóttur tengdadóttur Sigurðar Greipssonar, ásamt börnum hennar, Mábili og Sigurði ásamt konu Sigurðar Elínu Svöfu.
Geysissetrið, sem er beint á móti jarðhitasvæði Geysis og Strokks, samanstendur af þjónustubyggingu með tveimur veitingastöðum: Geysir Glímu og Geysir Bistro, hönnunarverslun Geysis, minjagripaverslun og 66°N útivistaverslun. Einnig er starfrækt tjaldsvæði á sumrin á Geysi. Einnig er endalaust af afþreyingu um allt svæðið: golfvöllur, veiði, gönguferðir, útivistarparadís Haukadalskógur, hestaleigur, sleðaferðir á Langjökli og flúðasiglingar. Þess vegna er Geysir fullkomin staðsetning vegna margra mismunandi afþreyingarmöguleika. Þetta kennileiti Íslands er stórbrotið náttúrufyrirbæri. Jarðhitasvæðið umhverfis Geysir hefur gefið jarðfræðilegum fyrirbærum nafn sitt. Strokkur, annar frægur goshver sem staðsettur er við hverasvæðið, gýs á nokkurra mínútna fresti og skýtur turni af vatni og gufu 30 metra upp í loftið. Það eru aðrir fallegir hverir á svæðinu til dæmis Blesi, með fallegu bláu vatni sem gleður skilningarvitin. Þegar maður gengur um þetta náttúruundur upplifir maður styrk náttúruaflanna. Næturnar bjóða upp á heillandi útsýni yfir gjósandi hveri og norðurljós.

Við erum stolt af hótelinu okkar og erum ánægð að taka á móti þér hér og tryggja að dvöl þín verði ánægjuleg og eftirminnileg. Sagan, höfuðbólið Haukadalur Haukadalur er einn þekktasti sögustaður okkar Íslendinga bæði að fornu og nýju. Haukadalur í Biskupstungum er frægðarbýli í Íslandssögunni sem stendur einna lengst frá sjó af öllum Íslands býlum. Ketilbjörn hinn gamli á Mosfelli vísaði Þorbrandi Þorbjarnarsyni og Ásbrandi syni hans á land ofan við Stakksá og vestan Tungufljóts. Þeir reistu sér bæ í Haukadal og námu einnig efri hluta Hrunamannahrepps. Allt lagðist á eitt að með að gera Haukadal að höfuðbóli en jörðin var 59 hundraða að fornu mati en höfuðból eða aðalsból landsins voru einmitt 60 hundraða jarðir eða meira. Hallur hinn mildi Þórarinssson kom til búsetu í Haukadal um 1025. Hann tók til fósturs Teit son Ísleifs Gissurasonar fyrsta Skálholtsbiskups. Er mælt að Hallur hafi sett á stofn skóla í Haukadal og varð Teitur biskupsson aðalkennari skólans. Teitur Ísleifsson í Haukadal var hinn fyrsti eiginlegu Haukdæla er risu hæst með Gissuri Þorvaldssyni jarli. En þeir fóstrar, Hallur og Teitur, fóstruðu einnig Ara prest Þorgilsson hinn fróða. Vegur Haukadals óx enn á búskapartíð Halls Teitssonar kjörbiskups og Gissurar jarls og bjó á þeirri tíð Þórir tottur Arnþórsson, vinur jarlsins. En eftir Þóri tott kom að Haukadal Klængur Teitsson og átti hann með syni sínum Ormi í Bræðratungu, í Staðamálunum svonefndu sem Árni biskup Þorláksson sótti fast. Klængur var mágur biskups sem setti hann í hið minna bann er hann vildi ekki gefa upp kirkjuhlut Haukadals. Lét þá Klængur af mótþróa og gekk í klaustur í Viðey en Ormur tók við Haukadal. Hélt hann staðnum til andláts síns en þá komst staðurinn undir yfirráð Skálholtsstól. Næstu fimm aldirnar var Haukadalur Skálholtsstólsjörð. Biskupar settu á jörðina bestu þjóna sína sem urðu margir hverjir miklir umsvifamenn í þjóðlífinu. Stundum stóð staðurinn sjálfur fyrir búskap í Haukadal og þegar Ögmundur biskup Pálsson hraktist frá Skálholti fór hann til bús síns í Haukadal. Árni Oddson biskupssonur bjó í Haukadal árin 1632 og 1633 og var þá orðinn lögmaður en flutti þaðan að Leirá í Borgarfirði. Árið 1775 hefst ættarsaga Haukdæla nútímans er á staðinn flytja hjónin Ísleifur Halldórsson Skálholtsstólsráðsmaður og Helga Halldórsdóttir að Staðarhrauni Sigurðssonar. Ísleifur var fæddur 1735 sonur séra Halldórs Pálssonar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð og konu hans Sigríðar Ísleifsdóttur sýslumanns á Felli í Skaftafellsskýrslu Einarssonar. Ísleifur kom í Skálholtsskóla 1750 og varð þaðan stúdent 1757. Gekk hann þá strax í þjónustu Finns biskups Jónssonar og varð árið 1764 Skálholtsstólsráðsmaður. Hélt hann því til ársins 1777 en þá lagði Finnur biskup niður stólsforráð. Mun Ísleifur hafa setið í Skálholti lengst af þeim tíma en 1774 fluttust þau hjónin að Efstadal í Laugardal og ári síðar að Haukadal þar sem þau bjuggu til æviloka. Ísleifur og Helga tóku í fóstur Pál Guðmundsson en voru sjálf barnlaus. Einnig tóku þau að sér Guðna Runólfsson frá Kirkjuvogi í Höfnum. Árið 1803 tók Páll við hluta af jörðinni og bjó á móti fóstru sinni til 1807. Páll rak stórbú í Haukadal í tæp 40 ár. Hann varð hreppstjóri Biskupstungnahrepps á móti Þorvaldi Björnssyni í Auðsholti. Hann varð einnig sáttanefndarmaður í Biskupstungnahreppi og fékk þá umsögn að hann hefði sýnt óaðfinnanlegan dugnað. Páll kvæntist Guðrúnu Eyvindsdóttur frá Skógtjörn á Álftanesi. Eignuðust þau fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Jóhanna dóttir Gamalíel Greipsonar bónda á Brú og Arnarholti og Guðríðar Snorradóttur var fædd í Arnarholti 1783. Jóhanna eignaðist sveinbarn sem skírður var Sigurður 18. apríl 1815, kenndur við Pál hreppstjóra. Sigurði Pálssyni var fyrst komið í fóstur í Einholti til þeirra Jóns Hinrikssonar og Önnu Sæmundardóttur. Árin 1822-1825 var Jóhanna ábúandi á hluta jarðarinnar í Haukadal. Árið 1827 var hún komin með ábúð á Bryggju sem var ein af hjáleigum Haukadals. Síðar varð hún ábúandi í Múla 1831-1832 og síðan í húsmennsku í Bryggju næstu tvö árin en aftur búandi þar á árunum 1834-1841. Jóhanna dó hjá syni sínum, Sigurði Pálssyni, 18. júní 1872, 89 ára gömul. Sigurður Pálsson kvæntist Þórunni Guðmundsdóttur á Fossi í Hrunamannahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir frá Ósabakka á Skeiðum og Guðmundur hinn „ríki“ eða „sauðglöggi“ Eiríksson frá Álfstöðum. Geysir Haukadal Guðmundur hinn sauðglöggi keypti Haukadal 1842 og bjó þar til 1854. Sigurður Pálsson varð hreppstjóri Biskupstungnahrepps á árunum 1854-1860. Þegar Guðmundur tengdafaðir hans flutti í Miðdal í Mosfellssveit bauðst Sigurði Haukadalurinn og komst því til föðurleifarinnar. Þar bjó hann 1856-1885 en flutti svo á Laug og lést þar 1897. Sigurður var sveitarhöfðingi og lét víða til sín taka. Hann eignaðist 17 börn með Þórunni Guðmundsdóttur en fimm þeirra lifðu. Elst var Jóhanna f. 8. nóvember 1842, vinnukona í Biskupstungum.

Ketill f. 1854, bóndi á Höfða. Pálína f. 1857 og átti Ketil Sveinsson, bjuggu þau fyrst á Laug en síðar Bryggju og síðar fóru þau til Ameríku. Jón Guðmann f. 1862, hann bjó á Laug 1897 til dánardægurs 1910. Greipur f. 15. ágúst 1855. Greipur Sigurðsson bóndi í Haukadal hóf búskap í Tortu árið 1880 en bjó í Bryggju 1881-1885. Bóndi varð hann í Haukadal 1885 og hélt staðinn til æviloka 19. maí 1910. Kona Greips var Katrín, f. 29. ágúst 1856, dóttir Guðmundar Jónssonar bónda á Stóra-Fljóti og Jóhönnu Jónsdóttur sem komu bæði af merkum ættum í uppsveitum Árnessýslu. Bóndasonur frá Haukadal, Sigurður Greipsson, stofnaði íþróttaskóla á föðurleifð sinni sem hann rak ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Bjarnadóttur samfellt í fjörutíu og þrjú ár. Jóhann Kr. Ólafsson bóndi á Kjóastöðum lýsti Greip meðal annars að hann hefði verið mikill vexti, ljóshærður og lét hár sitt, gult að lit, falla á herðar niður. Sívalur á vöxt og svaraði sér vel. Augun blá og nefið í stærra lagi. Bjartleitur og mikilleitur. Talinn um margt líkjast hinum fyrri Íslendingum að því er drengskap snerti og ræktarsemi við jörð sína. Greipur og Katrín giftu sig 15. október 1880, var vel búið að þeim báðum. Þau eignuðust níu börn og öll komust þau upp, nema það elsta. Þóra f. 1880, Ketill f. 1892, bóndi í Haukdal og síðar sjómaður í Hafnarfirði, Jóhanna f. 1884 átti Þorstein Finnbogason kennara í Fossvogi, Katrín f. 1886 átti Ársæl verkamann í Reykjavík frá Raftholti í Holtum.

Þórunn f. 1888 dó ung og ógift, Þóra f. 1889 dó 1928 ógift og barnlaus. Sigríði f 1891, Guðbjör f. 1893 átti Kristján Loftsson bónda í Haukadal og Felli. Yngstur þeirra systkina var Sigurður Greipsson. Bóndasonurinn frá Haukadal, fæddist í Haukadal í Biskupstungum 22. ágúst 1897 og lést þann 19. júlí 1985. Hann vakti snemma á sér athygli sem íþróttamaður, mikill glímukappi og æskulýðsfrömuður. Mikill áhrifavaldur í uppvexti Sigurðar var séra Magnús Helgason frá Birtingaholti, prestur að Torfastöðum 1884-1907. Sér Magnús var mikill alþýðufræðari og vakti áhuga Sigurðar á íslenskum fornsögum.
Sigurður var byrjaður að glíma 10 ára gamall en þeir sem unnu að byggingu konungshúsanna á Geysi og við brúargerð á Tungufljóti höfðu glímuæfingar á kvöldin eftir vinnu. Sigurður tók þátt í æfingunum og glímdi við fullvaxna menn. Stundum voru samkomur við Geysi þá var glímt. Friðrik VIII. Danakonungur heimsótti Ísland 1907 og kom meðal annars við á Geysi. Miklar framkvæmdir voru í Árnessýslu til að greiða för konungs um merkistaði sýslunnar. Reist voru tvö stórhýsi skammt frá Geysi, annað handa fjörtíu dönskum ríkisþingmönnum, hitt handa konungi. Sigurður horfði með undrun á alla þessa dýrð og ekki síst hvernig konungurinn leit út. Stórt tjald fyrir veisluhöld var á flötinni hjá Geysi, ekki langt frá sjálfum skálarbarminum. 4. ágúst, gaus Geysir loks fyrir konung eftir að hundrað pund af Marseille-sápu höfðu verið sett í hann og þótti hinum erlendu gestum það tignarleg sjón. Eftir Geysisferðina var farið á Gullfoss og síðan lá leiðin aftur að Geysi, þar áttu menn að hvíla sig vel áður en lagt væri í langt ferðalag næsta dag suður á bóginn að Þjórsárbrú. Þegar konungur var að kveðja hverasvæðið að morgni 5. ágúst gaus Strokkur skyndilega eftir 11 ára dvala og þóttu mönnum það mjög merkileg tíðindi. Sigurður Greipsson var glímukóngur Íslands 1922-1927 og stofnaði þá Íþróttarskólann í Haukadal sem hann rak til 1969. Samhliða búskap og skólastjórn í Haukadal var Sigurður virkur í æskulýðsmálum meðal annars var hann formaður Skarphéðins í 44 ár. Sigurður starfaði í stjórn Ungmennafélags Íslands og var um tíma stjórnarmaður í Íþróttasambandi Íslands. Hann var mikils metinn ungmennaleiðtogi og hlaut margs háttar viðurkenningar. Árið 1959 hlaut hann Riddara Fálkaorðunnar og var kjörinn heiðursformaður Héraðssambandsins Skarphéðins árið 1966. Einnig var hann heiðursfélagi UMFÍ, ÍSÍ og Glímusambands Íslands. Sigurður var félagi í Ungmennafélagi Biskupstungna sem meðal annars var með útisamkomur við Geysi á hverju sumri. Þanað voru fengnir góðir ræðumenn, sungið, keppt í íþróttum og þá aðallega glímu. Sigurður keppti fyrst opinberlega í glímu 13 ár gamall og stóð hann sig svo vel að hinir eldri og reyndari glímumenn áttu í fullu fangi með að verjast brögðum hans og fimni. Var honum þar strax spáð miklum glímuframa. Haustið 1913 fór Sigurður í Flensborgarskólann þar sem hann stundaði nám í þrjá vetur og stundaði íþróttir af kappi á námsárunum. Eftir hverja glímu þar sem Sigurður var ansi vel á veg kominn, steyptu félagarnir sér í sjóinn eins og sannir kappar. Haustið 1916 fór Sigurður svo á Hóla í Hjaltadal þar sem hann stundaði nám næsta vetur. Sigurður æfði þar íþróttir af kappi enda fimur og fjaðurmagnaður umfram flesta aðra unga menn og gæddur óþrjótandi áhuga og lífsorku. Sigurður lauk prófi frá Bændaskólanum í Hólum vorið 1917 og snéri heim í Biskupstungur sem búfræðingur. Hann starfaði við fjarkennslu næstu tvö árin.
Sigurður, stundaði síðan nám í íþróttafræðum í Noregi við lýðháskólann í Voss. Var hann þar veturinn 1919-1920. Hann kom heim árið 1927, kynnist eiginkonu sinni árið 1928, Sigrúnu Bjarnadóttur og stofnaði íþróttaskóla á föðurleifðinni. Hann rak íþróttarskólann ásamt eiginkonu sinni samfellt í fjörutíu og þrjú ár. Sigurður hélt áfram að glíma af kappi og árið 1922 fór Sigurður fyrst fram í glímukeppni um Grettisbeltið, sigraði þar og fékk sæmdarheitið Glímukóngur Íslands. Grettisbeltið vann Sigurður aftur 1923 og var nafn hans á hvers manns vörum. Aftur vann Sigurður Íslandsglímuna 1924, 1925 og 1926 og bar höfuð og herðar yfir aðra glímumenn landsins. Sigurður keppti einnig í frjálsíþróttum og var þátttakandi á árunum 1921-1923 á Allsherjarmóti ÍSÍ við góðan orðstír.
Dvöld Sigurðar í íþróttarskólanum Ollerup hafði haft mikil áhrif á hann en honum þótt sú starfsemi mjög lífræn og hvetjandi og glæða áhuga ungs fólks á íþróttum og heilbrigðu félagslífi. Hann einsetti sér að renna fleiri stoðir undir búskapinn í Haukadal og hefja þar aftur skólahald í minningu skóla Teits Ísleifssonar. Sigurður leitaði til Jóns Þorlákssonar forsætis- og fjármálaráðherra en fékk aðdráttarlaust nei þegar hann leitaði liðsinni hans við stofnun íþróttarskólans. Hann talaði þá við Jóhannes Reykdal á Setbergi við Hafnarfjörð sem var svipmikill athafnamaður. Hann aðstoði hann við að byggja skólann og íþróttaskólinn í Haukadal reis frá grunni sumarið 1927. Einnig lét Sigurður gera sundlaug, var hún grafin niður á fasta hrúðurklöpp og veggir hlaðnir úr mýrarhnausum. Á þessum árum var enginn vegur heim að Haukadal og reyndar voru Biskupstungur að mestu óvegaðar. Nægur jarðhiti var hins vegar á Geysi og vatnsafl til virkjunar fyrir hendi. Árið 1932 var rafstöð byggð við Beiná og Sigurður nýtti einnig hverahitann til upphitunar. Þann 1. nóvember 1927 hófst reglulegt skólahald Íþróttaskólans í Haukadal og voru það tólf nemendur sem hófu þar skólavist. Dagurinn byrjaði með Müllersæfingum klukkan átta svo var kennd heilsufærði, íþróttarsaga, reikningur, íslenska, danska, bókfærsla og landafræði. Eftir hádegisverð tóku við íþróttir úti og glíma fram að kaffi. Sigurður kenndi sjálfur allar íþróttir og íþróttasögu. Hann lagði mikla áherslu á að að stæla og herða nemebdur og beitti fortölum og hvatningu til að fá þá til að leggja sig alla fram. Sigurður vandi nemendur sínar að hlaupa úr íþróttarsalnum í sundlaugina, 20 metra, sama hvernig veðrið var. Vorið 1928 bauð Sigurður stúlkum upp á mánaðarnámskeið í íþróttum, garðrækt og vefnaði og sóttu þetta námskeið níu stúlkur. Með bílfærum vegi að Geysi jókst mjög veitingarekstur í skólanum sem gaf Sigurði umráð til umbóta auk þess bárust styrkir víða að. Árið 1945 var svo gamli skólinn rifinn og nýtt skólahús byggt á sama stað, það var vandað steinhús með leikfimisal og íbúð.
Einnig var fjárfest í rafmagni, reist vönduð rafstöð við Beiná en sú gamla lögð af. Álman austan við upphaflega skálann, þar sem hún stendur enn. Steinhúsið var byggt á árunum 1944-1946 og var það síðan fellt inn í stórhýsi það sem nú hýsir veitingasali hótelsins.
Sigurður Greipsson var alinn upp við ferðamennsku frá blautu barnsbeini. Aðeins þrettán ára gamall þá var hann sendur norður í fjöll með hesta til að sækja erlenda ferðamenn, átti hann að koma niður í Eyjaförð. Hann hafði aldrei farið þessa leið áður, var sagt vel til en villist af leið og kom niður í Timburvalladal sem gengur út úr Fnjóskadal. Þar fór hann niður dalinn, komst til byggða og var vísað á réttar slóðir.
Einnig fylgdi hann útlendingum frá Haukadal norður yfir, allt til Akureyrar og rak svo hestana lausa suður. Hann var einn fyrsti bóndinn á Íslandi sem hafði starf af að sinna ferðamönnum og fylgja þeim um landið.

Sagan, höfuðbólið Haukadalur Haukadalur er einn þekktasti sögustaður okkar Íslendinga bæði að fornu og nýju. Haukadalur í Biskupstungum er frægðarbýli í Íslandssögunni sem stendur einna lengst frá sjó af öllum Íslands býlum. Frá því að hann settist að á Söndunum við Geysi árið 1927 og fram á síðustu æviár sín rak hann þar veitingarsölu. Ferðamannamóttaka hafði verið á Laug þegar á síðustu öld en það var ekki talið duga þegar von var á Friðriki 8. konungi að Geysi sumarið 1907.
Konungshúsið stóð lengi og kom ferðamönnum í góðar þarfir og fólkið að Laug stóð fyrir veitingum í Konungshúsinu. Erfitt var þó að taka á móti ferðamönnum áður en sími og vegur komu að Geysi. Árið 1922 var jörðin Laugarás keypt og gerð að læknasetri í þáverandi Grímsnes-læknishéraði. Ríkið heimilaði þá læknishéraðinu að kaupa Konungshúsið og var það rífið veturinn 1923 og flutt frá Geysi að Laugarási. Sigurður taldi nauðsynlegt að það væri hússkjól fyrir ferðamenn sem kæmu að skoða Gullfoss og Geysi og bætti úr með nýju skólahúsinu við Geysi, þar var veitingarekstur frá 1928. Í dag er Geysissvæðið rekið af ekkju Más Sigurðssonar, Sigríði Vilhjálmsdóttur ásamt börnum hennar. Jóhanna dóttir Gamalíel Greipsonar bónda á Brú og Arnarholti og Guðríðar Snorradóttur var fædd í Arnarholti 1783. Jóhanna eignaðist sveinbarn sem skírður var Sigurður 18. apríl 1815, kenndur við Pál hreppstjóra. Sigurði Pálssyni var fyrst komið í fóstur í Einholti til þeirra Jóns Hinrikssonar og Önnu Sæmundardóttur. Árin 1822-1825 var Jóhanna ábúandi á hluta jarðarinnar í Haukadal. Árið 1827 var hún komin með ábúð á Bryggju sem var ein af hjáleigum Haukadals. Síðar varð hún ábúandi í Múla 1831-1832 og síðan í húsmennsku í Bryggju næstu tvö árin en aftur búandi þar á árunum 1834-1841. Jóhanna dó hjá syni sínum, Sigurði Pálssyni, 18. júní 1872, 89 ára gömul. Sigurður Pálsson kvæntist Þórunni Guðmundsdóttur á Fossi í Hrunamannahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir frá Ósabakka á Skeiðum og Guðmundur hinn „ríki“ eða „sauðglöggi“ Eiríksson frá Álfstöðum.
Við erum stolt af hótelinu okkar og erum ánægð að taka á móti þér hér og tryggja að dvöl þín verði ánægjuleg og eftirminnileg.